Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir því að Rússlandi verði gert að víkja úr matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna.
Hann segir svokallaða kornkreppu til komna vegna innrásar Rússlands.
„Það getur ekki komið til umræðu að framlengja aðild Rússlands að matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Hvaða gagn geta þeir gert þegar þeir eru þegar að valda hungursneyð sem bitnar nú á rúmlega fjögur hundruð milljónum manna, og gæti komið til með að bitna á meira en milljarði manna?,“ spurði Selenskí á fundi Efnahags- og framafarastofnunarinnar (OECD) í dag.