Tveir bandarískir hermenn Úkraínuhersins týndir

Rússneskur hermaður í Úkraínu.
Rússneskur hermaður í Úkraínu. AFP

Ekkert hefur spurst til tveggja Bandaríkjamanna sem höfðu skráð sig í úkraínska herinn og barist með honum gegn Rússum. Óttast er að þeir hafi verið handsamaðir af rússneskum hersveitum en bandarísk yfirvöld segjast ekki geta staðfest það að svo stöddu. 

Mennirnir tveir sem um ræðir heita Alexander Drueke og Andy Huynh, og hafa þeir báðir sinnt herstörfum fyrir bandaríska herinn. Þeir eru búsettir í Alabama en ákváðu að fara til Úkraínu til þess að berjast við hlið Úkraínumanna. 

Nýlega slitnaði upp úr öllum samskiptum þeirra við fjölskyldur þeirra. Móðir Drueke reyndi að hafa uppi á honum í vikunni, án árangurs. 

Yfirvöld muni beita sér

Ríkisstjórinn í Alabama hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann muni gera allt sem í hans valdi stendur til þess að hafa uppi á mönnunum. 

Talsmaður Hvíta hússins, John Kirby, vildi ekki staðfesta hvarf mannanna en sagði bandarísk stjórnvöld gera allt sem í þeirra valdi stæði, ef rétt reyndist, til þess að koma þeim heim. 

Þá hafa stjórnvöld ráðlagt Bandaríkjamönnum frá því að ferðast til Úkraínu á þessum stríðstímum. Það séu ýmsar aðrar leiðir færar til þess að sýna stuðning með úkraínsku þjóðinni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert