Meirihluti Macrons fallinn samkvæmt útgönguspám

Spáð er að Ensemble hljóti á bilinu 200-260 atkvæði en …
Spáð er að Ensemble hljóti á bilinu 200-260 atkvæði en 289 sæti þarf til að mynda meirihluta. AFP

Meiri­hluti En­semble, þriggja flokka mið-hægri­banda­lags Emm­anu­els Macron Frakk­lands­for­seta, er fall­inn sam­kvæmt út­göngu­spám fimm franskra skoðanakannana­fyr­ir­tækja en kjörstaðir lokuðu í Frakklandi klukk­an sex að ís­lensk­um tíma.

Þetta þýðir að nær ómögu­legt verður fyr­ir Macron, sem var end­ur­kjör­inn for­seti í apríl, að ná fram stefnu­mál­um sín­um.

Spáð er að En­semble hljóti á bil­inu 200-260 at­kvæði en 289 sæti þarf til að mynda meiri­hluta.

Fylgi leit­ar á jaðrana

Hið nýja vinstri­banda­lag NUPES, leitt af Jean-Luc Mel­anchon, virðist ætla að vinna mik­inn kosn­inga­sig­ur en því er spáð 149-200 sæt­um.

Einnig er bú­ist við að öfga-hægri­flokk­ur Mar­ine Le Pen bæti veru­lega við sig og endi með 60-102 sæti. Flokk­ur­inn hef­ur í dag aðeins átta sæti.

Jean-Luc Melenchon sameinaði vinstrið og mun að öllum líkindum uppskera …
Jean-Luc Melenchon sam­einaði vinstrið og mun að öll­um lík­ind­um upp­skera góða kosn­ingu. AFP
Búist við að öfga-hægriflokkur Marine Le Pen bæti verulega við …
Bú­ist við að öfga-hægri­flokk­ur Mar­ine Le Pen bæti veru­lega við sig. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka