Alþjóðasundsambandið FINA hyggst koma á legg svokölluðum „opnum flokki“ fyrir trans íþróttafólk í greininni.
Þá hefur sambandið ákveðið að trans konur sem hafa gengið í gegn um karlkyns kynþroskaskeið megi ekki keppa í kvennaflokki.
Þetta tilkynnti Husain Al-Musallam, forseti sambandsins, í dag en um er að ræða nýja reglugerð sambandsins.
Kusu 71% af hinum 152 meðlimum sambandsins með reglugerðinni, sem telur 34 blaðsíður.
Al-Mussallam sagði sambandið gerði sér grein fyrir því að margt trans fólk vildi keppa í flokki síns eigin kyns. Þó væri um að ræða aðgerð er beindist að sanngirni.
„Ég vil ekki að neinum íþróttamanni sé sagt að hann geti ekki keppt í hæsta keppnisflokki,“ sagði Al-Mussallam, forseti framkvæmdarstjórnar FINA, um reglugerðina en sambandið er fyrst allra íþróttasamtaka til að taka slíkt skref.
Karlaflokkur verður aftur á móti opinn öllum.