Trans konum verður bannað að synda í kvennaflokki

Nýjum „opnum flokki“ verður komið á legg fyrir trans íþróttafólk …
Nýjum „opnum flokki“ verður komið á legg fyrir trans íþróttafólk í greininni. AFP

Alþjóðasund­sam­bandið FINA hyggst koma á legg svo­kölluðum „opn­um flokki“ fyr­ir trans íþrótta­fólk í grein­inni.

Þá hef­ur sam­bandið ákveðið að trans kon­ur sem hafa gengið í gegn um karl­kyns kynþroska­skeið megi ekki keppa í kvenna­flokki.

Þetta til­kynnti Husain Al-Musallam, for­seti sam­bands­ins, í dag en um er að ræða nýja reglu­gerð sam­bands­ins.

Kusu 71% af hinum 152 meðlim­um sam­bands­ins með reglu­gerðinni, sem tel­ur 34 blaðsíður.

Snú­ist um sann­girni

Al-Mussallam sagði sam­bandið gerði sér grein fyr­ir því að margt trans fólk vildi keppa í flokki síns eig­in kyns. Þó væri um að ræða aðgerð er beind­ist að sann­girni. 

„Ég vil ekki að nein­um íþrótta­manni sé sagt að hann geti ekki keppt í hæsta keppn­is­flokki,“ sagði Al-Mussallam, for­seti fram­kvæmd­ar­stjórn­ar FINA, um reglu­gerðina en sam­bandið er fyrst allra íþrótta­sam­taka til að taka slíkt skref.

Karla­flokk­ur verður aft­ur á móti op­inn öll­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert