Læra á hríðskotabyssur og ætla að verja borgina

Konur við æfingar í borginni Zaporizhzhia.
Konur við æfingar í borginni Zaporizhzhia. AFP

Sí­fellt fleiri kon­ur hafa fengið þjálf­un í að skjóta úr Kalashni­kov-hríðskota­byss­um í úkraínsku borg­inni Za­porizhzhia.

Al­menn­ir borg­ar­ar geta núna tekið þátt í sér­stöku æf­inga­nám­skeiði í borg­inni vegna stríðsins gegn Rúss­um, án end­ur­gjalds. Áður voru ein­ung­is her­menn og aðrir þátt­tak­end­ur í stríðinu þar í þjálf­un.

Za­porizhzhia er í suðaust­ur­hluta Úkraínu, en rúss­nesk­ar her­sveit­ir hafa nálg­ast borg­ina að und­an­förnu.

Kennari leiðbeinir konu á æfingasvæðinu.
Kenn­ari leiðbein­ir konu á æf­inga­svæðinu. AFP

Na­talia Basova, 47 ára, hugsaði sig ekki tvisvar um þegar henni gafst tæki­færi til að skrá sig til æf­inga í þar til gerðri miðstöð. „Fyr­ir stríðið kunni ég að nota vopn. Ég heim­sótti skotæf­inga­svæði og fékk mik­inn áhuga á þessu,“ sagði Basova, sem var stödd á æf­inga­svæðinu ásamt 29 ára dótt­ur sinni, Ulyönu Kiyash­ko.

„En núna þurfa all­ir að kunna þessa hluti,“ sagði hún.

AFP

Eig­inmaður Basovu og son­ur henn­ar eru í fram­línu stríðsins, ásamt tengda­syni henn­ar. Á meðan þeir standa í ströngu, reyna þær mæðgur að læra eins mikið og þær geta um bar­daga í borg­um.

„Leiðbein­and­inn okk­ar kenn­ir okk­ur hvernig á að miða og nota vopn á rétt­an hátt,“ sagði hún. „Við viss­um hvernig við átt­um að skjóta en kunn­um það ekki al­menni­lega, þannig að maður slasi ekki þá sem eru með sér.“

Kyi­ash­ko sagðist ánægð með að geta lagt sitt af mörk­um og bætti við: „Það er ekk­ert svo hræðilegt að vera með vél­byssu í hönd­un­um.“

Ein kvennanna á æfingasvæðinu.
Ein kvenn­anna á æf­inga­svæðinu. AFP

Ser­gey Yel­in, sem kom æf­inga­miðstöðinni á fót, seg­ir að á nám­skeiðinu sé kennt hvernig eigi að standa, miða, hvernig tækni eigi að nota varðandi gikk­inn, önd­un og mis­mun­andi aðferðir við að skjóta úr vopn­um. Nám­skeiðið fyr­ir kon­urn­ar er 15 klukku­stunda langt en Yel­in seg­ir að hægt sé að ná tök­um á grunnþátt­un­um á fjór­um til fimm klukku­stund­um.

„Við sett­um sam­an nokkr­ar taktísk­ar æf­ing­ar fyr­ir al­menna borg­ara vegna þess að við vit­um að ef óvin­ur­inn kem­ur inn í borg­ina, verður bar­ist á göt­um úti,“ sagði Yel­in, sem er 47 ára.

„Og það ger­ist venju­lega við erfiðar aðstæður eins og í ónýt­um bygg­ing­um, kjöll­ur­um eða inni í versl­un­um.“

AFP

Önnur kona, sem hef­ur verið í þjálf­un á æf­inga­svæðinu, Yana Pil­tek, bætti við: „Við verðum að vita hvernig á að gera þetta, bæði fyr­ir okk­ur sjálf­ar og fjöl­skyld­ur okk­ar vegna þess að við erum akkúrat við fram­lín­una,“ sagði hún og kvaðst ekki vera hrædd við að berj­ast og verja heima­borg sína.

„Við erum að æfa til að geta unnið bar­daga í borg­inni. Ef af þeim verður, þá mun­um við ekki bregðast borg­inni.“

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert