G7-ríkin bregða fæti fyrir Rússa

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði fund leiðtoganna í Þýskalandi í …
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði fund leiðtoganna í Þýskalandi í morgun. AFP

Bandaríkin tilkynntu í dag um nýjar refsiaðgerðir G7 ríkjanna sem beinast gegn varnariðnaði Rússlands. Vonast ríkin til þess að aðgerðirnar muni draga úr getu rússneska hersins í Úkraínu.

„Leiðtogar G7 ríkjanna munu samræma og bæta í markvissar refsiaðgerðir til þess að takmarka enn frekar aðgengi Rússlands að vestrænni tækni sem getur stutt rússneskan vopnaiðnað,“ sagði í tilkynningu frá bandarískum stjórnvöldum. 

Þá ætla Bandaríkin sömuleiðis að beina spjótum sínum „hörkulega“ gegn varnarkerfi Rússa og takmarka getu þeirra til þess að skipta út þeim herbúnaði sem rússnesku sveitirnar hafa misst. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert