Forfeður okkar milljón árum eldri en áður talið

Steingervingar af forfeðrum okkar hafa fundist í Sterkfontein-hellunum.
Steingervingar af forfeðrum okkar hafa fundist í Sterkfontein-hellunum. AFP

Forn­leif­ar elstu forfeðra mann­anna, sem fund­ist hafa í Suður-Afr­íku, eru lík­lega um millj­ón árum eldri en áður var talið. Áður fyrr var ald­ur nokk­urra forn­leifa mæld­ur með til­liti til kalsít út­fell­ing­um (e. calcite flow­st­one miner­al deposits), sem voru yngri en aðrir hlut­ar Sterk­fontein-hell­anna hvar helstu forn­leifa­fund­irn­ir hafa farið fram.  

Það þýðir að þeir voru uppi á sama tíma og austurafrísku frænd­ur þeirra á borð við hina frægu Lucy en hún er eitt þekkt­asta dæmið um af teg­und­inni A. afar­ens­ins, að því er fram kem­ur í nýrri forn­leifa­rann­sókn.

Á bil­inu 3,2 til 3,7 millj­ón ára

Fjöl­marg­ar forn­leif­ar hafa upp­götv­ast í Sterk­fontein-hell­un­um en á meðal þeirra var svo­kallaða Mrs. Ples, heil hauskúpa frá manni sem til­heyrði Austr­al­opitehcus african­us-ætt­inni, sem fannst í Suður-Afr­íku árið 1947.

Sam­kvæmt fyrri mæl­ing­um hef­ur verið talið að Mrs. Ples og aðrar forn­leif­ar séu á bil­inu 2,1 til 2,6 millj­ón ára gaml­ar en þegar nýj­ar aðferðir voru viðhafðar, sem byggj­ast á geisla­virkni, kom í ljós að Mrs. Ples og fleiri stein­gerv­ing­ar voru á bil­inu 3,2 til 3,7 millj­ón ára. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert