Vill stóran hluta Úkraínu og löngu stríði spáð

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP/SPUTNIK

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti vill enn ná meiri­hluta landsvæðis Úkraínu, að sögn banda­rísku leyniþjón­ust­unn­ar. 

Rúss­nesk­ar her­sveit­ir eru aft­ur á móti svo veik­b­urða að banda­rísk stjórn­völd meta það sem svo að þær séu ein­ung­is fær­ar um mjög ró­lega land­vinn­inga. 

Það þýðir að stríðið gæti varað í lang­an tíma, að sögn Avril­ar Haines, yf­ir­manns banda­rísku leyniþjón­ust­unn­ar. 

Ólík­legt að hann nái mark­miðinu fljót­lega

Í mars ein­beittu rúss­nesk­ar her­sveit­ir sér að því að nýju að her­taka Don­bas-svæðið eft­ir að þeim hafði mistek­ist að ná Kænug­arði, höfuðborg Úkraínu, og fleiri borg­um á sitt vald. 

Haines seg­ir mark­mið Pútíns enn þau sömu og í upp­hafi átak­anna: Að leggja und­ir sig sem stærst­an hluta Úkraínu. 

Hún seg­ir þó ólík­legt að hann nái því mark­miði sínu í bráð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert