Útskýrir af hverju hún gaf fólki fingurinn

Jenkyns á leið að blaðamannafundi Johnsons á fimmtudag.
Jenkyns á leið að blaðamannafundi Johnsons á fimmtudag.

Breski mennta­málaráðherr­ann Andrea Jen­kyns hef­ur sent frá sér út­skýr­ingu á því hvers vegna hún gaf fólk­inu, sem safn­ast hafði sam­an fyr­ir utan Down­ingstræti 10 á fimmtu­dag, fing­ur­inn.

Skömmu síðar greindi Bor­is John­son frá því að hann hygðist segja sig frá embætti for­sæt­is­ráðherra.

Jen­kyns seg­ir fólkið hafa verið að móðga þing­menn­ina þar sem þeir gengu fram­hjá, en hún gaf því fing­ur­inn í ör­skots­stund.

At­vikið náðist á fjölda mynda og hef­ur ráðherr­ann hlotið mikla gagn­rýni fyr­ir.

Sjö líf­láts­hót­an­ir

Jen­kyns reyn­ir að út­skýra málið og kveðst hafa fengið sjö líf­láts­hót­an­ir á und­an­förn­um fjór­um árum. Tvær þeirra hafi borist á síðustu vik­um og séu til rann­sókn­ar hjá lög­reglu.

Seg­ist Jen­kyns hafa verið kom­in á brún þol­marka sinna þegar þarna var komið sögu.

„Ég hefði átt að sýna meiri still­ingu en ég er bara mennsk.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert