Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir Vesturlönd vera að undirbúa árás á Rússa í gegnum Hvíta-Rússland.
Í ræðu sem hann hélt við útskrift úr herskóla, fyrir framan hershöfðingja, sagðist Lúkasjenkó hafa rætt þessa meintu, fyrirhuguðu árás við Vladimír Pútín Rússlandsforseta á mánudaginn.
„Áform um árás gegn Rússum eru í undirbúningi," sagði Lúkasjenskó og bætti við að Vesturlönd myndu reyna að ráðast á Rússa „í gegnum Úkraínu og í gegnum Hvíta-Rússland".
Hann bætti við að sagan væri að endurtaka sig. Talið er að þar hafi hann átt við innrás hermanna Napóleons í Rússland árið 1812 og innrás nasista í landið árið 1941.