Brosið eða greiðið sekt

Frá höfuðborg Filippseyja, Manila.
Frá höfuðborg Filippseyja, Manila. AFP

Borg­ar­stjóri á Fil­ipps­eyj­um hef­ur fyr­ir­skipað að þeir sem sinna þjón­ustu­störf­um hjá borg­inni skuli brosa, ell­egar eiga þeir á hættu að vera sektaðir. Með þessu vill hann bæta þjón­ustu­stig borg­ar­inn­ar.

Aristotle Anguir­re kynnti í þess­um mánuði til sög­unn­ar „bros­stefn­una“ eft­ir að hafa tekið við embætti í borg­inni Mul­anay í héraðinu Qu­ezon á eyj­unni Luzon.

Fylgja skal stefn­unni „á meðan verið er að þjóna fólki til að auka ein­lægni með því að sýna fram á ró­legt og vina­legt and­rúms­loft“, sagði í fyr­ir­skip­un­inni.

Að sögn Aguir­re var þetta ákveðið til að bregðast við kvört­un­um frá heima­mönn­um, sér­stak­lega kó­kos­hnetu­rækt­end­um og sjó­mönn­um, vegna óvin­sam­legs viðmóts í þeirra garð er þeir mættu í ráðhúsið til að greiða skatta eða biðja um aðstoð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka