ESB telur Dani þurfa setja sér nýjar reglur

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Ursula von der Leyen, forseti …
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. AFP/Bo Amstrup/Ritzau Scanpix

Danir þurfa að setja sér nýjar reglur til að koma í veg fyrir að stjórnmálamenn geti farið beint úr störfum sínum í ráðuneytum í störf fyrir hagsmunafélög og þrýstihópa. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Evrópusambandsins (ESB).

Ríkisútvarpið greinir frá.

Stjórninni þykir óæskilegt að ráðherrar geti hafið störf fyrir hagsmunasamtök og þrýstihópa án nokkurs biðtíma þar sem það kunni að skapa hagmunaárekstur. Þá sé einnig hætta á að ráðherrar nýti leynilegar upplýsingar í hinu nýja starfi.

Tveir fyrrverandi dómsmálaráðherrar Danmerkur, þau Nick Hækkerup og Karen Hækkerup, sögðu einmitt bæði af sér embætti til að sinna störfum fyrir hagsmunasamtök.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert