Skógareldar á Costa del Sol minni á eldgos

Skógareldar við Mijas á Costa del Sol-svæðinu á Spáni.
Skógareldar við Mijas á Costa del Sol-svæðinu á Spáni. mbl.is/Guðlaugur J. Albertsson

Miklir skógareldar komu upp í í fjallshlíðum upp af bænum Mijas á Costa del Sol svæðinu á Spáni í dag. Guðlaugur J. Albertsson, fréttaritari mbl.is, er nú staddur á svæðinu og segir að eldhafið sé mikið og minni helst á eldgos.

„Þar sem ég horfi út af svölunum hjá mér sést allur fjallgarðurinn sem logar, að vísu hinum megin frá. Þetta er bara eins og eldgos, þetta er mikið eldhaf,“ segir Guðlaugur.

Hann segist hafa séð flugvélagar á sveimi í kringum eldanna, þar á meðal sjóflugvél sem líklega er að slökkvistörfum. 

„Það eru einhverjar aðgerðir þarna í gangi. Maður er búinn að heyra í sjúkrabílum, lögreglubílum og slökkviliðsbílum,“ segir Guðlaugur.

Baðgestir kippa sér ekki upp við eldanna

Guðlaugur er á venjulegum degi fréttaritari mbl.is á Tálknafirði en er í fríi á Costa del Sol.

„Ég var bara að fara í frí og svo er maður bara kominn á vaktina. Ég skyldi bestu linsuna mína eftir heima,“ segir Guðlaugur. Hann segir baðgesti á hótelinu sem hann er á halda áfram að baða sig og kippa sér lítið upp við eldanna.

Skógareldar í Mijas á Costa del Sol-svæðinu á Spáni.
Skógareldar í Mijas á Costa del Sol-svæðinu á Spáni. mbl.is/Guðlaugur J. Albertsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert