Volodimír Selenskí forseti Úkraínu hefur rekið Irínu Venediktóvu, ríkissaksóknara, og Ívan Bakanov, yfirmann leyniþjónustunnar, vegna fjölda mála þar sem grunur er um landráð úkraínskra öryggisfulltrúa.
„Í dag hef ég tekið þá ákvörðun að leysa frá störfum ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustu Úkraínu,“ segir Selenskí í ávarpi í kvöld.
Að sögn forsetans eru yfir 650 mál sem eru til rannsóknar þar sem grunur er um landráð og aðstoð við Rússland af hálfu úkraínskra öryggisfulltrúa, en 60 þeirra mála varða öryggisfulltrúa sem hafa haldið kyrru fyrir í þeim landshlutum Úkraínu sem Rússar hafa hertekið.
„Þessi fjöldi glæpa gegn þjóðaröryggi Úkraínu og þau tengsl sem hafa myndast á milli umræddra öryggisfulltrúa Úkraínu og Rússlands vekja alvarlegar spurningar fyrir viðkomandi leiðtoga. Þeim spurningum verður svarað.“
Venediktóva hafði leitt rannsóknaraðgerðir í tengslum við stríðsglæpi Rússa í Bútsja.