Hitinn yfir 40 gráður í fyrsta sinn

„Rosalegur hiti, skipuleggið ferðalag ykkar, hafið vatn meðferðis,“ stendur á …
„Rosalegur hiti, skipuleggið ferðalag ykkar, hafið vatn meðferðis,“ stendur á þesu skilti á þjóðvegi norður af London. AFP

Breska veður­stof­an seg­ir hit­ann hafa farið upp í 40,2 gráður á Heathrow-flug­velli í vest­ur­hluta Lund­úna fyr­ir há­degi í dag. Það er þá í fyrsta sinn sem hit­inn fer yfir 40 gráðurn­ar í Bretlandi.

Fyrr í dag var greint frá því að hita­met hefði verið slegið í Bretlandi þegar hit­inn fór upp í 39,1 gráðu við Char­lwood í Sur­rey, suðvest­ur af London. Metið stóð því ekki lengi.

Eldra metið var skráð í Cambridge í aust­ur­hluta Eng­lands árið 2019 en þá náði hit­inn 38,7 gráðum.

Lofts­lags­breyt­ing­ar or­saka­vald­ur­inn

Sér­fræðing­ar segja lofts­lags­breyt­ing­um um að kenna og vara við því að enn verri bylgj­ur séu í vænd­um á næstu árum.

„Lofts­lags­breyt­ing­ar, knún­ar áfram af gróður­húsaloft­teg­und­um, hafa gert þetta háa hita­stig mögu­legt,“ sagði Stephen Belcher, for­stjóri vís­inda- og tækni­deild­ar bresku veður­stof­unn­ar.

„Þess­ar öfg­ar verða sí­fellt meiri,“ bætti hann við.

Strandaglópar á járnbrautarstöð í Bretlandi eftir að lestarferðum var víða …
Strandaglóp­ar á járn­braut­ar­stöð í Bretlandi eft­ir að lest­ar­ferðum var víða af­lýst vegna hit­ans. AFP

Þetta háa hita­stig í Bretlandi hef­ur kallað á áður óþekkt­ar rauðar veðurviðvar­an­ir í stór­um hluta Eng­lands. Járn­brautalín­um og sum­um skól­um á svæðunum var lokað í varúðarskyni.

Sam­gönguráðherr­ann sagði stór­an hluta innviða Bret­lands ekki byggða fyr­ir þetta hita­stig.

Berj­ast enn við skógar­elda

Svæðis­bund­in hita­met voru einnig sleg­in á hinum ýmsu stöðum í Frakklandi í gær. Flest þeirra voru meðfram vest­ur­hluta Atlants­hafs­strand­ar­inn­ar, þar sem hit­inn fór einnig yfir 40 gráður.

Ekki er þó út­lit fyr­ir að hita­met Frakk­lands frá ár­inu 2019, 46 gráður, verði slegið.

Barist við skógarelda í Frakklandi.
Bar­ist við skógar­elda í Frakklandi. AFP

Hita­bylgj­an á meg­in­landi Evr­ópu und­an­farn­ar vik­ur hef­ur verið vald­ur að mann­skæðum skógar­eld­um í Frakklandi, Grikklandi, Portúgal og Spáni og eyðilagt gríðar­stór landsvæði.

Slökkviliðsmenn í suðvest­ur­hluta Frakk­lands berj­ast enn við tvo stóra elda sem hafa valdið mik­illi eyðilegg­ingu og neytt tugþúsund­ir manna til að yf­ir­gefa heim­ili sín.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert