Varar við krefjandi vetri og hvetur til grímuskyldu

Hans Kluge, forstjóri Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.
Hans Kluge, forstjóri Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. AFP

Evr­ópu­skrif­stofa Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar, WHO, hef­ur varað við því að haustið og vet­ur­inn kunni að verða krefj­andi vegna fjölg­un­ar kór­ónu­veiru­smita í sum­ar og minna eft­ir­lits með veirunni.

Þá kallaði stofn­un­in eft­ir því að lönd tækj­ust á við „eyður í eft­ir­liti og viðbrögðum við heims­far­aldr­in­um til að koma í veg fyr­ir dauðsföll“.

„Á þess­um tíma í fyrra talaði ég við ykk­ur um nýja bylgju Covid-19 sem gekk yfir svæðið, knú­in áfram af Delta-af­brigðinu, sem kom í kjöl­far af­náms sam­komutak­mark­ana og auk­inn­ar fé­lags­legr­ar blönd­un­ar,“ sagði Hans Klu­ge for­stjóri Evr­ópu­skrif­stof­unn­ar.

Þá sagði hann það ljóst að við vær­um í svipaðri stöðu og síðasta sum­ar nema nú væri bylgj­an knú­in áfram af undiraf­brigðum Ómíkron.

Bólu­setn­ing­ar og grímu­skylda

Skrif­stof­an hef­ur gefið út stefnu fyr­ir haustið og vet­ur­inn til að hjálpa til við und­ir­bún­ing kom­andi bylgja.

„Það verður of seint að bíða eft­ir haust­inu,“ sagði Klu­ge.

Hluti af stefn­unni er að hvetja til frek­ari bólu­setn­inga ásamt grímu­skyldu inn­an­dyra og í al­menn­ings­sam­göng­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert