Varar við krefjandi vetri og hvetur til grímuskyldu

Hans Kluge, forstjóri Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.
Hans Kluge, forstjóri Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. AFP

Evrópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, hefur varað við því að haustið og veturinn kunni að verða krefjandi vegna fjölgunar kórónuveirusmita í sumar og minna eftirlits með veirunni.

Þá kallaði stofnunin eftir því að lönd tækjust á við „eyður í eftirliti og viðbrögðum við heimsfaraldrinum til að koma í veg fyrir dauðsföll“.

„Á þessum tíma í fyrra talaði ég við ykkur um nýja bylgju Covid-19 sem gekk yfir svæðið, knúin áfram af Delta-afbrigðinu, sem kom í kjölfar afnáms samkomutakmarkana og aukinnar félagslegrar blöndunar,“ sagði Hans Kluge forstjóri Evrópuskrifstofunnar.

Þá sagði hann það ljóst að við værum í svipaðri stöðu og síðasta sumar nema nú væri bylgjan knúin áfram af undirafbrigðum Ómíkron.

Bólusetningar og grímuskylda

Skrifstofan hefur gefið út stefnu fyrir haustið og veturinn til að hjálpa til við undirbúning komandi bylgja.

„Það verður of seint að bíða eftir haustinu,“ sagði Kluge.

Hluti af stefnunni er að hvetja til frekari bólusetninga ásamt grímuskyldu innandyra og í almenningssamgöngum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert