Fylgdist með árásinni í sjónvarpinu og gerði ekkert

Frá vitnaleiðslununum í gær. Trump greip loks inn í, rúmum …
Frá vitnaleiðslununum í gær. Trump greip loks inn í, rúmum þremur tímum eftir að árásin hófst, og bað stuðningsmenn sína um að hörfa í myndbandsávarpi. AFP

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, horfði á árásina á þinghúsið 6. janúar í fyrra, í sjónvarpinu í Hvíta húsinu og hunsaði börn sín og aðstoðarmann sem „grátbáðu hann” um að biðja stuðningsmenn sína um að fara.

Það var ekki fyrr en þremur tímum og sautján mínútum eftir að árásin hófst sem Trump bað stuðningsmennina um að fara heim.

Þetta er meðal þess sem kom fram á áttunda degi vitnaleiðsla þingnefndarinnar sem rannsakar nú árásina.

„Frá þægindum borðstofunnar horfði hann á árásina stigmagnast í sjónvarpinu,“ sagði Adam Kinzinger, einn nefndarmanna, og bætti við: „Hann kaus að bregðast ekki við.“

Laug, lagði í einelti og sveik

„Framferði Donalds Trump 6. janúar var æðsta brot á embættiseiði hans og algjör vanrækslu á skyldu sinni við þjóð okkar,“ sagði Kinzinger. „Þetta er blettur á sögu okkar.“

Bennie Thompson.
Bennie Thompson. AFP

Formaður þingnefndarinnar, Bennie Thompson, bætti við að að Trump hefði „gert allt sem í valdi hans stóð til að hnekkja kosningunum. Hann laug, hann lagði í einelti og hann sveik eið sinn.“

„Hann reyndi að eyðileggja lýðræðislegar stofnanir okkar,“ sagði hann.

Er hægt að treysta Trump fyrir valdastöðu?

Trump hefur ýjað að því að hann hafi áhuga á að sækjast aftur eftir forsetastólnum. „Sérhver Bandaríkjamaður verður að íhuga þetta: Er hægt að treysta forseta sem er tilbúinn til að taka þær ákvarðanir sem Donald Trump meðan á ofbeldinu 6. janúar stóð aftur fyrir einhverri valdastöðu í okkar frábæru þjóð?“ spurði Liz Cheney, varaformaður nefndarinnar.

Nefndin á að skila skýrslu til þingsins í haust með niðurstöðum sínum. Dómsmálaráðherrann, Merrick Garland, mun að lokum ákveða hvort að Trump eða aðrir skuli sóttir til saka fyrir tilraunina til að hnekkja niðurstöðum forsetakosninganna 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert