Morðingi Abe skal sæta geðrannsókn

Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, lét lífið eftir að hafa …
Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, lét lífið eftir að hafa verið skotinn í tvígang með heimagerðri byssu. Atvikið náðist á myndband þar sem Tetsuya Yamagami sést fremja ódæðisverkið. AFP

Fallist var á beiðni saksóknara af hálfu dómstóls í máli Tetsuya Yamagaami á föstudaginn um að hann skuli sæta geðrannsókn. Yamagami var handtekinn 7. júlí fyrir að myrða Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans.

Abe, sem var 67 ára, lést eftir að hann var skot­inn í tvígang er hann hélt ræðu vegna komandi þingkosninga í borginni Nara.

Búist er við því að áðurnefnd geðrannsókn ljúki í nóvember en með henni verður leitt í ljós hvort Yamagami sé ósakhæfur. Talið er að Yamagami hafi myrt Abe þar sem hann taldi hann vera tengdur trúarsöfnuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert