Trump snúinn aftur til Washington

Donald Trump er aftur kominn til Washington eftir að hafa …
Donald Trump er aftur kominn til Washington eftir að hafa hrökklast burt þegar stuðningsmenn hans réðust inn í þinghúsið. AFP

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti sneri í dag aftur til Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í dag – í fyrsta sinn eftir að hann yfirgaf forsetastólinn.

Ekki þykir líklegt að Trump muni tilkynna forsetaframboð á næstu dögum en för hans til Washington þykir benda til þess að hann sé fullur sjálfstrausts og tilbúinn að stíga aftur á sjónarvið stjórnmálanna.

Flaug til Flórída eftir innrásina

Trump flaug til Flórídaríkis í kjölfar þess að stuðningsmenn hans réðust í mótmælaskyni inn í þinghúsið í Washington eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti bar sigur úr býtum í forsetakosningunum í janúar 2020.

Málið hefur verið til rannsóknar í nokkurn tíma og fóru fram yfirheyrslur í þinginu þann 6. janúar 2021 en auk þess reyndi forsetinn að höfða mál til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert