Trump snúinn aftur til Washington

Donald Trump er aftur kominn til Washington eftir að hafa …
Donald Trump er aftur kominn til Washington eftir að hafa hrökklast burt þegar stuðningsmenn hans réðust inn í þinghúsið. AFP

Don­ald Trump fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti sneri í dag aft­ur til Washingt­on, höfuðborg Banda­ríkj­anna, í dag – í fyrsta sinn eft­ir að hann yf­ir­gaf for­seta­stól­inn.

Ekki þykir lík­legt að Trump muni til­kynna for­setafram­boð á næstu dög­um en för hans til Washingt­on þykir benda til þess að hann sé full­ur sjálfs­trausts og til­bú­inn að stíga aft­ur á sjón­ar­við stjórn­mál­anna.

Flaug til Flórída eft­ir inn­rás­ina

Trump flaug til Flórída­rík­is í kjöl­far þess að stuðnings­menn hans réðust í mót­mæla­skyni inn í þing­húsið í Washingt­on eft­ir að Joe Biden Banda­ríkja­for­seti bar sig­ur úr být­um í for­seta­kosn­ing­un­um í janú­ar 2020.

Málið hef­ur verið til rann­sókn­ar í nokk­urn tíma og fóru fram yf­ir­heyrsl­ur í þing­inu þann 6. janú­ar 2021 en auk þess reyndi for­set­inn að höfða mál til þess að snúa við úr­slit­um for­seta­kosn­ing­anna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert