Rússum meinað um dvalarleyfi og vegabréfsáritun

Rússneskur ríkisborgari heldur á vegabréfi sem brennur fyrir utan rússneska …
Rússneskur ríkisborgari heldur á vegabréfi sem brennur fyrir utan rússneska sendiráðið í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. AFP

Yf­ir­völd í Eistlandi munu ekki veita rúss­nesk­um rík­is­borg­ur­um tíma­bundið dval­ar­leyfi né vega­bréfs­árit­an­ir til að stunda nám í land­inu.

„Áfram­hald­andi refsiaðgerðir gegn Rússlandi eru nauðsyn­leg­ar til að þrýsta á stjórn­völd þar. Ef aðgerðirn­ar hjálpa til við að stoppa yf­ir­gang Rússa þá er okk­ar eigið ör­yggi tryggt,“ sagði Ur­mas Reinsalu, ut­an­rík­is­ráðherra Eist­lands, í yf­ir­lýs­ingu.

Þá verða rík­is­borg­ar­ar Rúss­lands og Hvíta-Rúss­lands með dval­ar­leyfi í öðru aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins ekki leng­ur leyfðir, en þetta er viðbót­ar­ráðstöf­un sem miðar að því að tryggja að Rúss­ar geti ekki farið fram­hjá fram­an­greind­um refsiaðgerðum með því að fá vega­bréfs­árit­un til ann­ars lands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert