Fyrirskipar brottfluttning íbúa Donetsk-héraðs

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu.
Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu. AFP

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, hefur kallað eftir brottflutningi íbúa úr Do­netsk-héraði í aust­ur­hluta Úkraínu. 

Rússar einblína nú sókn sinni á héraðið og sagði ríkisstjóri Donetsk að sex almennir borgarar hafi látist og 15 til viðbótar særst í árásum í gær.

„Nú liggur fyrir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fólki sé skylt að flýja Donetsk-hérað,“ sagði Selenskí í ávarpi sínu í dag og bætti við að þúsundir almennra borgara, þar á meðal börn, eru enn í héraðinu.

„Á þessu stigi stríðsins eru hryðjuverk helsta vopn Rússa.“

Þá bætti hann við að því fleiri sem yfirgæfu Donetsk, því færri hefði rússneski herinn til þess að drepa. 

„Við munum hjálpa ykkur. Við erum ekki Rússland. Við munum gera allt í okkar valdi til að bjarga sem flestum mannslífum og takmarka skelfingu Rússa.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert