Háttsettur meðlimur vígsamtakanna Íslamskt jihad ( e. Palestinian Islamic Jihad) er meðal þeirra fimmtán sem létu lífið í loftárásum Ísraelshers á Gaza-svæðinu í dag.
Vígsamtökin hafa nú varað Ísraela við stríði. Leiðtogi þeirra segir borgina Tel Aviv vera meðal skotmarka þeirra.
„Það verður ekkert vopnahlé eftir þessa sprengjuárás,“ sagði Ziad al-Nakhala, leiðtogi Íslamskt jihad.
Palestínumenn segja fimm ára stúlku vera meðal þeirra látnu en Ísraelar halda því fram að fimmtán hermenn hafi látið lífið.
Í tilkynningu frá palestínsku hryðjuverkasamtökunum Hamas, sem hafa yfirráð yfir Gaza-svæðinu, segir að Ísraelar hafi framið nýjan glæp sem þeir verði að vera tilbúnir að gjalda fyrir.