Tólf ára löngu eftirliti Evrópusambandsins, með ríkisfjármálum Grikklands af, lýkur í dag.
Í nóvember árið 2009 kom í ljós gríðarlegur halli gríska ríkissjóðsins. Hafði það í för með sér alvarlegar afleiðingar á efnahag alls Evrusvæðisins en Grikkland var afar illa statt í áratug.
Grikkland fékk þá 289 milljónir evra lán frá Evrópusambandinu. Í skiptum fyrir það var þess krafist af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, ESB og Seðlabanka Evrópu, að farið yrði í allsherjar umbætur á utanumhaldi ríkisfjármála í Grikklandi.
Þær fólu í sér talsverð útgjöld ríkisins, launaskerðingar, hækkun skatta, einkavæðingar og aðrar sambærilegar aðgerðir.
Grískt hagkerfi dróst saman um fjórðung, atvinnuleysi varð 28 prósent og sérhæft vinnuafl flutti burt úr landinu í stórum stíl.
„Tólf ára ferli, sem hefur haft í för með sér sársauka fyrir íbúa Grikklands, valdið efnahagslegri stöðnun og sundrað samfélaginu, er nú á enda,“ sagði Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra landsins í tilefni dagsins.
Ráðherrann boðar breytta tíma sem muni einkennast af vexti, sameiningu og hagsæld. Þá bendir hann aukinn hagvöxt á undanförnu ári. Á sama tíma hefur atvinnuleysi þar minnkað um þrjú prósent.
Nú þegar Grikkland er ekki lengur undir smásjá Evrópusambandsins, styrkir það stöðu landsins á alþjóðlegum markaði og verður það meira aðlaðandi kostur fyrir erlenda fjárfesta. Þá munu stjórnvöld í Grikklandi einnig öðlast betri stjórn á efnahagsmálum sínum.
Engu að síður verður enn fylgst með Grikklandi, líkt og gert er í tilfelli Spánar, Portúgal, Kýpur og Írlands, þar til þessum þjóðum tekst að greiða til baka skuldir sínar að fullu.
Í tilfelli Grikklands er fremur langt í land, en áætlað er að landið borgi til baka skuldir sínar árið 2070.
Samkvæmt spám Evrópuráðsins mun hagvöxtur í Grikklandi verða 4 prósent á komandi ári, en meðal hagvöxtur á Evrusvæðinu er 2,6 prósent.
Grikkland er þó enn það land sem hefur hæst hlutfall atvinnulausra, lágmarkslaun þar eru þau lægstu á Evrusvæðinu, og skuldir ríkissjóðs samsvara 180 prósent af þjóðarframleiðslu.