Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag um hernaðaraðstoð til Úkraínu upp á 2,98 milljarða bandaríkjadala (421 milljarð íslenskra króna).
Mun þetta vera mesta fjárhagsaðstoð Bandaríkjanna síðan stríðið í Úkraínu hófst fyrir hálfu ári síðan, en þjóðhátíðardagur Úkraínu er í dag.
Biden sagði í tilkynningu að peningarnir væru fyrir vopn og annan búnað „til að tryggja [að Úkraína] geti haldið áfram að verja sig til frambúðar“.
Biden óskaði Úkraínumönnum til hamingju með þjóðhátíðardaginn en á þessum degi árið 1991 lýsti Úkraína yfir sjálfstæði sínu frá Sovétríkjunum.
„Sex mánuðir af stöðugum árásum hafa einungis styrkt stolt Úkraínumanna gagnvart þeim sjálfum, gagnvart landi þeirra og gagnvart þeim 31 árum sem þau hafa verið sjálfstæð,“ segir Biden.
„Í dag og alla aðra daga stöndum við með fólkinu Úkraínu.“