Afskrifar 10 þúsund dali af námslánum

Joe Biden forseti Bandaríkjanna við Hvíta húsið í dag.
Joe Biden forseti Bandaríkjanna við Hvíta húsið í dag. AFP

Joe Biden for­seti Banda­ríkj­anna til­kynnti í dag að 10 þúsund banda­ríkja­dal­ir verði skrifaðir af skuld­um meiri­hluta banda­rískra rík­is­borg­ara sem standa enn í ströngu við að greiða náms­lán­in sín vegna há­skóla­náms.

Sam­kvæmt áætl­un Biden munu tíu þúsund dal­ir vera af­skrifaðir af skuld­um vegna náms­lána þeirra sem þéna minna en 125 þúsund dali á ári. 125 þúsund dal­ir nema um sautján og hálfri millj­ón ís­lenskra króna. 

Meðalskuld­in 25 þúsund dal­ir

„Til að standa við kosn­ingalof­orðin mín er rík­is­stjórn­in að til­kynna áætl­un sem mun létta und­ir með millistéttar­fjöl­skyld­um,“ sagði Biden í dag, þrem­ur mánuðum fyr­ir þing­kosn­ing­ar í Banda­ríkj­un­um, en bú­ist er við að þessi til­kynn­ing muni veita Demó­krata­flokkn­um byr und­ir báða vængi fyr­ir kom­andi kosn­inga­bar­áttu.

Marg­ir demó­krat­ar telja að áætl­un Biden sé ekki nægi­leg og myndu held­ur vilja sjá skuld­irn­ar af­skrifaðar að öllu leyti. Meðalskuld þeirra sem hafa lokið há­skóla­námi í Banda­ríkj­un­um er 25 þúsund dal­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert