Vindmylla fauk í roki

Atvikið hefur vakið áhyggjur meðal íbúa Bridgend í Wales.
Atvikið hefur vakið áhyggjur meðal íbúa Bridgend í Wales.

Um 90 metra há vindmylla fauk um koll vegna vinds í Bridgend í Wales. Vindhraðinn var allt að 80 km/klst, sem olli því að blöð vindmyllurnar snérust of hratt með framangreindum afleiðingum. Telegraph greinir frá.  

Rannsókn á vegum Nordex, framleiðanda vindmyllunnar, hefur staðfest að ástæða framangreinds atviks sé að vindmyllan hafi snúist á of miklum hraða í fjórar klukkustundir.

Atvikið hefur vakið áhyggjur íbúa Bridgend um aðrar vindmyllur víðs vegar um landið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert