Apabólufaraldurinn á niðurleið

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir apabólufaraldurinn á niðurleið í Evrópu.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir apabólufaraldurinn á niðurleið í Evrópu. AFP/Pascal Guyot

Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­in (WHO) grein­ir frá því að apa­bólufar­ald­ur­inn sé á niður­leið í Evr­ópu og að góð teikn séu á lofti, en hvet­ur lönd jafn­framt til þess að herða á áætl­un­um til að sporna við út­breiðslunni.

„Það eru já­kvæð teikn á lofti, eins og við sjá­um í Frakklandi, Þýskalandi, Portúgal, Spáni, Bret­lands­eyj­um og fleiri lönd­um þar sem hæg­ir á út­breiðslunni,“ sagði Hans Klu­ge, um­dæm­is­stjóri WHO í Evr­ópu, í sam­tali við frétta­menn AFP.

Yfir 22 þúsund til­felli apa­bólu hafa greinst í 43 lönd­um í um­dæmi WHO í Evr­ópu, en það er meira en tveir þriðju til­fella á alþjóðavísu. Í síðustu viku greindi WHO frá 21 pró­sent lækk­un til­fella í heim­in­um, eft­ir stöðuga aukn­ingu síðustu fjór­ar vik­urn­ar á und­an.

Vilja auka sam­skipti við sam­kyn­hneigða karl­menn

WHO hvet­ur lönd til til þess að auka eft­ir­lit, fjölga í smitrakn­ing­ar­t­eym­um, út­vega bólu­setn­ing­ar, og eiga sam­tal við sam­kyn­hneigða karl­menn þar sem veir­an hef­ur aðallega verið að breiðast út meðal þeirra.

Klu­ge nefn­ir að Portúgal hafi náð ár­angri í því að hægja á út­breiðslunni með því að auka sam­skipti við sam­fé­lög sam­kyn­hneigðra karla og breyta þannig ákveðnu hegðun­ar­mynstri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert