Truss næsti forsætisráðherra Bretlands

00:00
00:00

Liz Truss bar sig­ur úr být­um í leiðtoga­kjöri Íhalds­flokks­ins í Bretlandi og verður þar með næsti for­sæt­is­ráðherra lands­ins.

Þetta var til­kynnt rétt í þessu. 

At­kvæðagreiðslunni lauk á föstu­dag­inn þar sem kosið var á milli Truss, sem er ut­an­rík­is­ráðherra, og Ris­hi Sunak, fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra Bret­lands. 

„Það er heiður að vera kjör­in leiðtogi Íhalds­flokks­ins,“ sagði Truss, eft­ir að úr­slit­in voru til­kynnt.

Greidd voru 172.437 at­kvæði og var kjör­sókn 82,6%. Truss hlaut 81.326 at­kvæði, eða um 57%, á móti 60.399 at­kvæðum Sunak.

Liz Truss flytur ræðu eftir að úrslitin voru tilkynnt.
Liz Truss flyt­ur ræðu eft­ir að úr­slit­in voru til­kynnt. AFP/​Adri­an Denn­is

Bor­is John­son, sem hef­ur starfað sem for­sæt­is­ráðherra frá því hann sagði af sér embætti í byrj­un júlí, mun færa Elísa­betu Eng­lands­drottn­ingu form­legt upp­sagn­ar­bréf sitt á morg­un.  

Truss verður þriðja kon­an til að gegna embætti for­sæt­is­ráðherra í sögu Bret­lands. 

Í ræðu sinni þakkaði Truss Bor­is John­son fyr­ir að hafa staðið uppi í hár­inu á Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta, klárað Brex­it, komið bólu­efni við kór­ónu­veirunni til al­menn­ings og fyr­ir að „rústa Jeremy Cor­byn“ í kosn­ing­um árið 2019.

Hún sagðist ætla að standa við gef­in lof­orð í kosn­inga­bar­átt­unni, meðal ann­ars að lækka skatta og efla bresk­an efna­hag.

Truss kvaðst jafn­framt ætla að „standa sig í stykk­inu“ vegna hækk­andi orku­verðs í land­inu og fram­boðs af orku.  

Liz Truss og Rishi Sunak á fundi Íhaldsflokksins þar sem …
Liz Truss og Ris­hi Sunak á fundi Íhalds­flokks­ins þar sem úr­slit­in voru til­kynnt. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert