Heitasti ágúst frá upphafi mælinga í Kína

Slökkviliðsmenn færa almenningi vatn á meðan hitabylgja geisaði.
Slökkviliðsmenn færa almenningi vatn á meðan hitabylgja geisaði. AFP

Heitasti ágústmánuður frá því að mælingar hófust hefur verið skráður í Kína. Þessu greindu ríkisfjölmiðlar frá í dag.

Óvenjumikil hitabylgja geisaði í landinu í sumar og þurrkaði bæði ár og eyðilagði uppskerur. Sérfræðingar segja að hitabylgjan í Suður-Kína í síðustu viku gæti verið meðal þeirra verstu í heimssögunni. Hitinn fór þar langt yfir 40 gráður í nokkrar klukkustundir á dag.

Meðalhiti á landsvísu var 22,4 gráður í ágúst, 1,2 gráður yfir meðalhita, að því er kom fram í gögnum veðurstofu landsins.

Þar segir einnig að um 267 veðurstöðvar víðsvegar um landið hafi náð eða slegið hitamet í síðasta mánuði.

Mánuðurinn var auk þess sá þriðji þurrasti í Kína frá upphafi mælinga en meðalúrkoma var 23,1 prósenti undir meðaltali.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert