Segjast hafa endurheimt 500 ferkílómetra

Úkraínskir skriðdrekar.
Úkraínskir skriðdrekar. AFP

Úkraínu­menn segj­ast hafa end­ur­heimt 500 fer­kíló­metra svæði í héraðinu Ker­son í suður­hluta Úkraínu.

Her­inn var í stór­sókn um helg­ina og náði til baka fjölda svæða sem Rúss­ar höfðu her­numið.

„Við höf­um frelsað um 500 fer­kíló­metra,“ sagði Na­tal­ía Gumenyuk, talsmaður úkraínska hers­ins í suðri.

Hún bætti við að byggðir í Vyso­kopillia, Biloguirka, Souk­hy Stavok og Myroli­ou­bivka væru all­ar „und­ir úkraínskri stjórn“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert