Fannst látinn á eyju

Hluti strandlengju Russky-eyjar, eða Ру́сский о́стров eins og hún heitir …
Hluti strandlengju Russky-eyjar, eða Ру́сский о́стров eins og hún heitir á rússnesku. Eyjan er örskammt sunnan við Vladivostok þar sem Ivan Pechorin sat ráðstefnu með Pútín fyrir skemmstu. Ljósmynd/Wikipedia.org/Straitgate

Dán­artíðni fyr­ir­menna í rúss­neska orku­geir­an­um hækk­ar nán­ast með hverj­um deg­in­um. Ekki er nema um hálf­ur mánuður síðan Ravil Maganov, stjórn­ar­formaður olíu­fyr­ir­tæk­is­ins Lukoil, féll á dul­ar­full­an hátt út um glugga sjúkra­húss og lést eft­ir að hafa gagn­rýnt inn­rás Rússa í Úkraínu.

Á laug­ar­dag­inn var Ivan Pechor­in, for­stjóri orku­fyr­ir­tæk­is­ins Far East and Arctic Develop­ment Corporati­on, úr­sk­urðaður lát­inn eft­ir að líki hans skolaði upp á strönd eyj­ar­inn­ar Rus­sky, suður af Vla­di­vostok. Var því slegið föstu að dánar­or­sök­in hefði verið drukkn­un eft­ir að hann féll fyr­ir borð þar sem hann var stadd­ur í veislu um borð í skipi við aust­ur­strönd Rúss­lands.

For­veri hans í starfi, Igor Nosov, lést svip­lega í fe­brú­ar, að því er talið er af völd­um heila­blóðfalls, en Nosov var 41 árs gam­all, fædd­ur árið 1978.

Fund­ust látn­ir ásamt eig­in­kon­um og dætr­um

„Frá­fall Ivans er ólýs­an­leg­ur miss­ir vin­um hans og sam­starfs­fólki og er skarð fyr­ir skildi hjá fyr­ir­tæk­inu,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu Far East að Pechor­in látn­um. Aðeins ör­fá­um dög­um áður hafði Pechor­in setið viðskiptaráðstefnu í Vla­di­vostok með Vla­dimír Pútín for­seta þar sem umræðuefnið var meðal ann­ars hvernig Rúss­land gæti yf­ir­unnið viðskiptaþving­an­ir um­heims­ins vegna inn­rás­ar­inn­ar í Úkraínu.

Þá má ekki gleyma fleiri hátt sett­um stjórn­end­um orku­fyr­ir­tækja, svo sem Ser­gei Protosenya, stofn­anda gas­fyr­ir­tæk­is­ins Novatek, en lík hans, eig­in­konu hans og dótt­ur fund­ust í glæsi­villu á Spáni í apríl. Í þeim sama mánuði fannst Vla­dislav Avayev, fyrr­ver­andi aðstoðarfor­stjóri Gazprom­bank, lát­inn á heim­ili sínu í Moskvu, einnig ásamt eig­in­konu og dótt­ur, og í maí lést Al­ex­and­er Sub­bot­in, sem eitt sinn var innsti kopp­ur í búri Lukoil, úr hjarta­áfalli í kjöl­far þess er hann leitaði sér óhefðbund­inna lækn­inga hjá anda­lækni, eða „sham­an“.

Þá átti Al­ex­and­er Tyulya­kov, aðstoðarfor­stjóri Gazprom, að hafa fyr­ir­farið sér en hann fannst lát­inn í sum­ar­bú­stað utan við Pét­urs­borg í fe­brú­ar.

Ivan Pechor­in er ní­undi rúss­neski viðskipta­jöf­ur­inn sem læt­ur lífið af slys­för­um, fyr­ir eig­in hendi eða af völd­um vanút­skýrðs sjúk­dóms­ástands á rúm­lega hálfu ári. Eitt áttu hinir látnu all­ir sam­eig­in­legt fyr­ir utan viðskipta­lífið – náin tengsl við Pútín for­seta.

Newsweek

Daily Mail

BBC (Ravil Maganov)

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert