Joe Biden Bandaríkjaforseti varaði Vladimír Pútín Rússlandsforseta við því að nota efna- eða kjarnorkuvopn sem eru ætluð fyrir bardaga, í kjölfar slæms gengis að undanförnu í stríði Pútíns í Úkraínu.
„Ekki. Ekki. Ekki,“ sagði Biden í viðtali við fréttaskýringaþáttinn 60 Minutes á sjónvarpsstöðinni CBS, sem var sýndur í gærkvöldi.
Biden var þarna að svara spurningu fréttamanns 60 Minutes um hvað hann myndi segja við Pútín ef hann væri að íhuga að beita slíkum vopnum.
„Þú myndir breyta ásýnd stríðs sem yrði ólík nokkurri annarri síðan í síðari heimsstyrjöldinni,“ sagði Biden. „Þeir verða enn meiri útlagar í heiminum, meiri en nokkru sinni fyrr,“ bætti hann við.
"Don't. Don't. Don't. You will change the face of war unlike anything since World War II," is what President Joe Biden says he would tell President Vladimir Putin if the Russian leader is contemplating the use of tactical nuclear or chemical weapons. Sunday, on 60 Minutes. pic.twitter.com/8xxaDnYcqj
— 60 Minutes (@60Minutes) September 16, 2022