„Sögulegur og öfgafullur“ fellibylur gengur yfir Kanada

Fíóna gekk á land á austurströnd Kanada.
Fíóna gekk á land á austurströnd Kanada.

Hundruð þúsunda íbúa í aust­ur­hluta Kan­ada eru nú án raf­magns vegna felli­byls­ins Fíónu sem geng­ur yfir svæðið.

Vind­hraðinn hef­ur verið um 148 kíló­metr­ar á klukku­stund eða um 40 metr­ar á sek­úndu. Þá hef­ur fylgt mik­il úr­koma í Nova Scotia, Edw­ard Is­land og New Brunswick, sam­kvæmt frétt BBC.

Kanadíska felli­bylja stofn­un­in hef­ur varað við því að yf­ir­ferð Fíónu yfir landið verði „sögu­leg­ur og öfga­full­ur at­b­urður“. Bú­ast megi við raf­magns­leysi og flóðum.

Að minnsta kosti átta lét­ust þegar Fíóna fór yfir eyj­arn­ar í kar­ab­íska hafið í vik­unni.

„Þetta verður mjög slæmt,“ sagði Just­in Trudeau, for­sæt­is­ráðherra Kan­ada, á föstu­dag. „Við hvetj­um alla til að gæta að ör­yggi, hlusta á og fara eft­ir leiðbein­ing­um yf­ir­valda og þrauka næsta sól­ar­hring­inn,“ sagði for­sæt­is­ráðherr­ann.

Búið er að koma á fót neyðar­skýl­um í Halifax og Cape Bret­on sem fólk get­ur leitað í á meðan veðrið geng­ur yfir.

Kraft­mikl­ir fell­byl­ir eru ekki al­geng­ir í Kan­ada þar sem þeir missa yf­ir­leitt kraft­inn þegar þeir koma í kald­ari sjó við landið. Nú er loftþrýst­ing­ur á svæðinu hins veg­ar sögu­lega lág­ur sem ger­ir það að verk­um kraft­ur­inn verður meiri.

Síðast gekk kraft­mik­ill felli­byl­ur yfir Nova Scotia árið 2003, en þá lét­ust tveir og mikið eigna­tjón varð. Bú­ist er við að Fíóna verði enn kraft­meiri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert