Bræðralag Ítalíu leiðir í útgönguspám

Giorgia Meloni gekk til kosninga í dag eins og margir …
Giorgia Meloni gekk til kosninga í dag eins og margir Ítalar en hún er að vonum ánægð með niðurstöður útgönguspánna. AFP

Útgönguspár á Ítalíu sýna fram á sannfærandi sigur kosningabandalags Bræðralags Ítalíu sem er undir stjórn Giorgiu Meloni. 

Flokkurinn Bræðralag Ítalíu hefur aldrei verið í ríkisstjórn en virðist nú ætla bera sigur úr bítum í kosningunum. Mun flokkurinn því líklega mynda hægri sinnuðustu ríkisstjórn á Ítalíu síðan að Benito Mussolino var þar við völd.

Samkvæmt útgönguspám þar í landi mælist Bræðralag Ítalíu með á milli 22 til 26 prósenta fylgi. Flokkurinn getur því myndað meirihluta með Lega-flokknum, undir stjórn Matteo Salvini, og Forza Italia, undir stjórn fyrrum forsætisráðherra Ítalíu Silvio Berlusconi.

Giorgia Meloni gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ítalíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert