Borgarbúar kæra þýska ríkið vegna slæmra loftgæða

Umhverfissamtökin Deutsche Umwelthilfe kalla eftir því að stjórnvöld í þýskalandi …
Umhverfissamtökin Deutsche Umwelthilfe kalla eftir því að stjórnvöld í þýskalandi dragi úr hættulegum loftmengunarvöldum og taka landbúnað sem dæmi. AFP/Jens Schlueter

Sjö Þjóðverj­ar, bú­sett­ir í Berlín, Düs­seldorf, Frankfurt og München, ætla að kæra þýska ríkið vegna slæmra loft­gæða í ná­grenni heim­ila þeirra í Þýskalandi.

Svifryks­meng­un og köfn­un­ar­efn­is­díoxíð (NO2) í and­rúms­lofti í Þýskalandi eru allt að því fimm sinn­um meiri en Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in met­ur ör­uggt, að því að seg­ir í til­kynn­ingu frá um­hverf­is­sam­tök­un­um Deutsche Umwelt­hil­fe (DUH).

Sjö­menn­ing­arn­ir kalla eft­ir taf­ar­laus­um aðgerðum til að „draga úr hættu­leg­um loft­meng­un­ar­völd­um eins og um­ferð, viðarbrennslu og land­búnaði“, seg­ir Jür­gen Resch fram­kvæmda­stjóri DUH.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert