Borgarbúar kæra þýska ríkið vegna slæmra loftgæða

Umhverfissamtökin Deutsche Umwelthilfe kalla eftir því að stjórnvöld í þýskalandi …
Umhverfissamtökin Deutsche Umwelthilfe kalla eftir því að stjórnvöld í þýskalandi dragi úr hættulegum loftmengunarvöldum og taka landbúnað sem dæmi. AFP/Jens Schlueter

Sjö Þjóðverjar, búsettir í Berlín, Düsseldorf, Frankfurt og München, ætla að kæra þýska ríkið vegna slæmra loftgæða í nágrenni heimila þeirra í Þýskalandi.

Svifryksmengun og köfnunarefnisdíoxíð (NO2) í andrúmslofti í Þýskalandi eru allt að því fimm sinnum meiri en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin metur öruggt, að því að segir í tilkynningu frá umhverfissamtökunum Deutsche Umwelthilfe (DUH).

Sjömenningarnir kalla eftir tafarlausum aðgerðum til að „draga úr hættulegum loftmengunarvöldum eins og umferð, viðarbrennslu og landbúnaði“, segir Jürgen Resch framkvæmdastjóri DUH.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert