Kaupa lyf gegn geislunarskaða fyrir 41 milljarð

Stjórnvöld í Washington segja kaupin hluta af langtímaáætlun.
Stjórnvöld í Washington segja kaupin hluta af langtímaáætlun. AFP

Bandarísk stjórnvöld hafa fest kaup á 290 milljóna dala birgðum af blóðfrumulyfinu Nplate, en kaupverðið samsvarar 41,6 milljörðum íslenskra króna. Er þar um að ræða lyf sem vinnur gegn frumuskaða í kjölfar geislunar, svo sem vegna kjarnorkuslysa eða -árása. Kaupin voru gerð fyrr í vikunni.

Kveða stjórnvöld kaupin hluta af langtímaáætlun um viðbrögð við hugsanlegu heilsutjóni vegna ógnar við þjóðaröryggi.

Lyfið Nplate vinnur gegn frumuskaða í kjölfar geislunar, svo sem …
Lyfið Nplate vinnur gegn frumuskaða í kjölfar geislunar, svo sem vegna kjarnorkuslysa eða -árása. Ljósmynd/Medicinesauthority.gov.mt

Hvers kyns hremmingar

Svaraði fulltrúi ráðuneytis heilbrigðis- og almannaþjónustumála fyrirspurn, um hvort þarna væri horft til viðsjáa milli Bandaríkjanna og Rússlands í kjölfar innrásar í Úkraínu, á þá leið að lyfjakaupin væru liður í aðgerðum sem ætlað væri að búa land og þjóð undir hvers kyns hremmingar, hvort sem væri af völdum efna-, lífvísinda-, geislunar- eða smittengdra sjúkdóma.

Styður ráðuneytið þróun á vettvangi sjúkdómsgreinina, bólusetninga og meðferða sem ætlað er að beita gegn heilsuháska vegna utanaðkomandi ógna og hefur til þess aðgang að sjóðum sem kveðið er á um í lögum frá 2004, Project Bioshield Act.

Skili þróunarvinnan árangri nýtir ráðuneytið fé úr sjóðunum til þess að kaupa þá afurð sem þar verður til.

Reuters
The Hill
WION

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka