Rússar skipa nýjan hershöfðingja

Úkraínumenn hafa sótt í sig veðrið að undanförnu og nú …
Úkraínumenn hafa sótt í sig veðrið að undanförnu og nú skipta Rússar um mann í brúnni. AFP

Rússnesk yfirvöld hafa skipað nýjan hershöfðingja til að leiða hernaðaraðgerðir í Úkraínu, eftir talsvert bakslag undanfarið. 

Sá sem tekur við embættinu heitir Sergei Súróvíkin og er hlýtur hann þar með starfstitilinn yfirmaður sameinaðra hersveita í sérstökum hernaðaraðgerðum. 

Súróvíkin er 55 ára gamall. Hann hefur hingað til leitt aðgerðir hersins í suðurhluta Úkraínu. 

Til votts um „hryðjuverkaeðli“ Úkraínumanna

Sprenging varð á brúnni sem liggur milli Rússlands og Krímskaga í morgun, sem olli því að akreinin yfir til Krímskaga féll saman. Hefur brúin gegnt lykilhlutverki í flutningi hergagna frá Rússlandi yfir til hersveita sinna í Úkraínu. 

Rússar saka Úkraínumenn um að bera ábyrgð á sprengingunni og segja hana til votts um „hryðjuverkaeðli“ Úkraínumanna. 

Úkraínumenn hafa ekki gengist við því að hafa staðið að baki árásinni, en þó hafa þeir gefið það óbeint til kynna með viðbrögðum sínum. Sérstök rannsóknarnefnd hefur málið til skoðunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert