Sprengingin „hryðjuverk“ Úkraínumanna

Vladimir Pútín, forseti Rússlands.
Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AFP/Sergei Bobiljov

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur lýst Úkraínumenn ábyrga fyrir sprengingu er varð í flutningabíl á brú yfir Kertsj-sund í gær, sem nær frá Rússlandi til Krímskaga. 

Kom þetta fram á fundi forsetans með yfirmanni Rannsóknarnefndar Rússlands nú fyrir skemmstu.

„Þeir sem standa á bak við árásina tilheyra leyniþjónustu Úkraínu,“ sagði hann á fundinum, en stjórnvöld í Kreml hafa birt upptöku af honum.

Úkraínumenn hafa þó enn sem komið er ekki lýst sprengingunni á hendur sér.

Beinist gegn almennum borgurum Rússlands

„Það leikur enginn vafi á því að þessi hryðjuverk beinast gegn almennum borgurum Rússlands,“ sagði Pútín.

Þrír létust í sprengingunni og logaði eldur á brúnni um nokkra hríð, en opnað var fyrir umferð á hluta hennar í gær.

Eft­ir inn­rás Rússa­lands í Úkraínu hef­ur brú­in gegnt lyk­il­hlut­verki sem stof­næð fyr­ir flutn­ing her­gagna frá Rússlandi til her­sveita Rússa á vett­vangi. Einkum fyr­ir þær her­sveit­ir sem stadd­ar eru í suður­hluta Úkraínu, en liðsauki við her­inn hef­ur einnig farið sömu leið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert