Nýr stjórnarsáttmáli kynntur í Svíþjóð

Ulf Kristersson.
Ulf Kristersson. AFP/Jonas Ekstromer/TT News Agency

Leiðtogar hægriblokkarinnar í Svíþjóð halda blaðamannafund klukkan 8 í dag að íslenskum tíma þar sem kynntur verður nýr stjórnarsáttmáli til næstu fjögurra ára.

Búist er við að ný ríkisstjórn hefji störf í næstu viku.

Undanfarna daga hafa flokkarnir fundað stíft þar sem stjórnarsáttmálinn hefur verið ræddur, að því er sænska ríkisútvarpið greinir frá.

Ulf Kristersson, formaður Moderatarna og leiðtogi hægriblokkarinnar, mun að loknum blaðamannafundinum hitta forseta sænska þingins og tilkynna að hann sé tilbúinn til að taka við forsætisráðuneytinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert