Engar tilslakanir væntanlegar í Kína

Forsetinn sagði nauðsynlegt að viðhalda ströngum sóttvarnaaðgerðum til að vernda …
Forsetinn sagði nauðsynlegt að viðhalda ströngum sóttvarnaaðgerðum til að vernda mannslíf. AFP/Noel Celis

Forseti Kína, Xi Jinping, gaf það til kynna í upphafi þings kommúnistaflokksins í dag að ekki yrði farið í neinar tilslakanir á umdeildri „zero-Covid“ stefnu stjórnvalda í náinni framtíð, sem felur það í sér að útrýma veirunni algjörlega. Markmið er áfram að engin smit greinist, að fram kemur í frétt BBC.

Stefnan felur í sér mjög harðar sóttvarnaraðgerðir og takmarkanir á frelsi fólks, með ítrekuðu útgöngubanni, almennum fjöldasýnatökum, sóttkví og ferðatakmörkunum. Þá þarf fólk að gera grein fyrir heilsufari sínu í gegnum smáforrit sem geymir heilsufarsupplýsingar hvers og eins. Ef marka má orð forsetans verður þetta raunveruleiki kínversks almennings um fyrirsjáanlega framtíð.

Forsetanum og stefnu hans mótmælt

Sagði forsetinn að það væri nauðsynlegt að viðhalda svo ströngum sóttvarnaaðgerðum til að bjarga mannslífum, en hann minntist ekki á afleiðingar stefnunnar á efnahag landsins og líðan almennra borgara.

Vaxandi þreytu gætir meðal almennings gagnvart aðgerðunum, en miklar öryggisráðastafanir hafa verið gerðar í Peking þar sem þingið kommúnistaflokksins fer fram. Hefur það kveikt töluverða gremju fólks og fágæt mótmæli hafa brotist út í borginni þar sem bæði forsetinn og stefna hans í sóttvörnum eru gagnrýnd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert