Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur kallað eftir því að átökum linni þegar í stað í Tigray-héraði í Eþíópíu.
„Ástandið í Eþíópíu er að verða stjórnlaust. Ofbeldi og eyðilegging hafa náð stórhættulegu stigi,“ sagði Guetters á blaðamannafundi.
„Átökum Tigreay-héraði í Eþíópíu verður að linna þegar í stað,“ sagði hann og bætti við að hersveitir Erítreumanna ættu að draga sig í burtu án tafar og hætta bardögum.
Ummæli Gueterres komu á sama tíma og ríkisstjórn Eþíópíu hét því að ná stjórn yfir flugvöllum og öðrum svæðum í Tigray.
Deilan hefur staðið yfir í næstum tvö ár og valdið mikilli mannúðarkrísu í héraðinu og öðrum svæðum í norðurhluta Eþíópíu. Að minnsta kosti tvær milljónir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín og milljónir til viðbótar þurfa á neyðaraðstoð að halda.