Fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ítalíu

Giorgia Meloni á blaðamannafundi í dag eftir fund með ítalska …
Giorgia Meloni á blaðamannafundi í dag eftir fund með ítalska forsetanum Sergio Mattarella. AFP/Angelo Carconi

Giorgia Meloni hefur verið skipuð forsætisráðherra Ítalíu, fyrst kvenna þar í landi.

Meloni er leiðtogi Bræðralags Ítalíu, sem er þjóðernissinnaður popúlistaflokkur. Flokkurinn bar sigur úr býtum í þingkosningum 25. september, en þarf á stuðningi fleiri flokka að halda til að mynda ríkisstjórn.

Þetta er í fyrsta sinn sem Bræðralag Ítalíu er hluti af ríkisstjórn landsins.

Meloni, sem er 45 ára og frá borginni Róm, mun í framhaldinu skipa þá ráðherra sem verða vígðir í embætti á morgun.

Stuttu eftir að Meloni var tilnefnd sem forsætisráðherra skipaði hún Giancarlo Giorgetti sem efnahagsráðherra Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert