Boris Johnson og Rishi Sunak funduðu

Báðir hafa verið orðaðir við að bjóða sig fram til …
Báðir hafa verið orðaðir við að bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum, eftir að Liz Truss tilkynnti um afsögn sína. AFP

Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, fundaði í kvöld með Rishi Sunak, fyrrum keppi­naut­ Liz Truss í kjöri til leiðtoga Íhalds­flokks­ins. 

Báðir hafa verið orðaðir við að bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum, eftir að Liz Truss tilkynnti um afsögn sína. 

Penny Mordaunt, fyrrverandi viðskiptaráðherra og fyrrverandi varnamálaráðherra Bretlands, er þó sú eina sem tilkynnt hefur um framboð sitt með formlegum hætti. 

Sunak var fjármálaráðherra þegar Boris Johnson gegndi embætti forsætisráðherra. Sagði Sunak þá af sér, eftir að hafa gagnrýnt Johnson harðlega,  og varð það kveikjan að þeirri atburðarás sem endaði með þeim hætti að Boris Johnson sjálfur sagði af sér. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka