Rishi Sunak verður forsætisráðherra Bretlands

Rishi Sunak, næsti formaður Íhaldsflokksins í Bretlandi og forsætisráðherra.
Rishi Sunak, næsti formaður Íhaldsflokksins í Bretlandi og forsætisráðherra. AFP/Daniel Leal

Rishi Sunak verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Þetta varð ljóst eftir að Penny Mordaunt, keppinautur Sunaks um leiðtogaembætti Íhaldsflokksins, dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi sínum við Sunak.

BBC greinir frá.

Einungis sjö vikur eru liðnar frá því að Sunak þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Liz Truss í baráttunni um leiðtogaembætti Íhaldsflokksins í Bretlandi.

Sunak var eini þingmaðurinn sem hafði yfirlýstan stuðning 100 eða fleiri þingmanna Íhaldsflokksins, en fresturinn til að ná þeim fjölda meðmælenda rann út klukkan 1 í dag að íslenskum tíma.

Hann verður fyrsti forsætisráðherra Bretlands af asískum uppruna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert