Engar hamingjuóskir frá Pútín

Pútín og Sunak.
Pútín og Sunak. Samsett mynd

Vladimír Pútín Rússlandsforseti óskaði Rishi Sunak ekki til hamingju með skipun hans í embætti forsætisráðherra Bretlands vegna þess að Bretland er talið „óvinsamlegt” ríki af rússneskum stjórnvöldum.

„Bretland er sem stendur á lista yfir óvinsamleg ríki. Þannig að nei [hamingjuóskirvoru ekki sendar,” sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns, á blaðamannafundi.

Sunak tók í gær við sem forsætisráðherra Bretlands. Sama dag ræddi hann við Volodimír Selenskí, for­seta Úkraínu, og sagðist Selenskí í kjöl­farið vera vongóður um að tengsl milli land­anna myndu aukast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka