„Pútín er orðinn klikkaður“

Rússneskir hermenn á hlaupum um Rauða torgið í miðborg Moskvu, …
Rússneskir hermenn á hlaupum um Rauða torgið í miðborg Moskvu, en frá borginni er innrásinni í Úkraínu stjórnað. AFP

Það sem kom mér mest á óvart var hvernig fólkið í kring­um Pútín vissi um ástand hers­ins. Og hann ekki. Það var mesta áfallið fyr­ir mig.“

Þetta seg­ir Christo Grozev, sem leitt hef­ur rann­sókn­ir miðils­ins Bell­ingcat í mál­efn­um Rúss­lands og varpað ljósi á ýmis ódæðis­verk rúss­nesku rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Á fundi með Grozev í Hels­inki spurði blaðamaður mbl.is hvað hefði valdið hon­um mestri furðu í tengsl­um við inn­rás Rússa í Úkraínu.

Greindi hann þá meðal ann­ars frá upp­lýs­ing­um sem hann fékk inn­an úr rúss­neska hern­um und­ir lok síðasta árs.

Christo Grozev hefur leitt rannsóknir Bellingcat í málefnum Rússlands.
Christo Grozev hef­ur leitt rann­sókn­ir Bell­ingcat í mál­efn­um Rúss­lands. AFP

Sáu stríð í upp­sigl­ingu í des­em­ber

„Ég átti fundi með nokkr­um rúss­nesk­um of­urst­um í des­em­ber. Þá viss­um við að stríðið væri í und­ir­bún­ingi, því að þess­ir of­urst­ar komu til okk­ar mjög skelkaðir og vöruðu okk­ur við:

„Pútín er orðinn klikkaður, hann vill hefja stríð. Fatt­ar hann ekki,“ sögðu þeir, „fatt­ar hann ekki að her­inn er eins á sig kom­inn og efna­hag­ur­inn? Hvernig sér hann það ekki?“

Svo að þetta var áfall. Hvernig stend­ur á því að hann er svona illa upp­lýst­ur?“ spyr Grozev.

„Annað sem kom mér að ein­hverju leyti á óvart, var að ekk­ert af þeim millj­örðum sem FSB hafði eytt í Úkraínu, til að und­ir­búa innviði til stuðnings inn­rás Rússa, skilaði sér. Jafn­vel út­send­ar­ar sem höfðu verið keypt­ir af Rúss­um, eng­inn þeirra skilaði þeirri þjón­ustu sem borgað hafði verið fyr­ir.

Skyndi­leg breyt­ing úr spill­ingu, sem iðulega hef­ur plagað Úkraínu, og yfir í föður­lands­ást, átti sér stað í einu vet­fangi. Ég átti von á meiri föður­lands­svik­um og spill­ingu í Úkraínu en raun ber vitni.“

Áróður­svél­in geng­ur heima fyr­ir

Hann seg­ir ljóst að áróður rúss­neskra stjórn­valda virki enn vel inn­an­lands, þó að aðgerðir þeirra utan land­stein­anna séu ef til vill svip­ur hjá sjón.

„Ég get nefnt eitt dæmi. Sami of­urst­inn og kom til mín í des­em­ber. Hann var svo mikið á móti stríði í des­em­ber – nógu mikið til að koma og vara mig við. Nokkr­um mánuðum síðar var hann bara: „Við verðum að vinna, við verðum að vinna“.

Ég spurði hann: „Manstu hvað þú sagðir í des­em­ber?“ Hann svaraði: „Já, en í des­em­ber var ég enn að nota Twitter. Nú er ég ekki leng­ur með Twitter.“

Þannig að hann, er hann leit inn á við, sagði að þetta væri af­leiðing þess að nota aðeins rúss­neska miðla. Þetta virk­ar þess vegna fyr­ir inn­an­lands­markað.“

Höfuðstöðvar rússnesku leyniþjónustunnar FSB í Moskvu.
Höfuðstöðvar rúss­nesku leyniþjón­ust­unn­ar FSB í Moskvu. AFP

Á drápslista rúss­nesku leyniþjón­ust­unn­ar

Spurður hvort hann ótt­ist um líf sitt seg­ist Grozev vita að hann og blaðamenn Bell­ingcat séu á lista rúss­nesku leyniþjón­ust­unn­ar FSB yfir fólk sem ráða þurfi af dög­um.

„En þau standa frammi fyr­ir miklu stærri vanda­mál­um sem ógna til­vist þeirra.“

Bend­ir hann á að í stjórn­kerf­inu í Moskvu sé fólk frek­ar upp­tekið af starfs­ör­yggi sínu og framtíð en af þess­um búlgarska rann­sókn­ar­blaðamanni, sem þó hef­ur reynst stjórn­völd­um þar óþægur ljár í þúfu.

„Ég held að Kreml og FSB séu að reyna að finna út úr því hvernig þau lifa af. Þau eru í raun að reyna að ráða fram úr því hvort þau skuli hlýða skip­un­um þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar, því kannski verður hún ekki leng­ur til staðar eft­ir ár, og hver mun þá verja þau.“

Hann tek­ur fram að vissu­lega óski Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti og Jev­gení Prígosjín, ná­inn bandamaður hans og stjórn­andi Wagner-hóps­ins, hon­um vafa­laust þegj­andi þörf­ina.

Hrædd­ari við brjálæðinga en FSB

„Ég held því að ein­hverju leyti að við höf­um mjög reiðan Pútín, við höf­um mjög reiðan Prígosjín, og að við höf­um einnig reitt fólk, á borð við um það bil þrjá­tíu fyrr­ver­andi út­send­ara á veg­um (rúss­nesku leyniþjón­ust­unn­ar) GRU, sem höfðu frá­bært starf þar sem þeir ferðuðust um heim­inn fyr­ir pen­ing rík­is­ins og eitruðu fyr­ir fólki, en geta nú ekki ferðast vegna okk­ar.

Ég held að þetta sé fólkið sem vill drepa okk­ur. En ef á heild­ina er litið þá er FSB ekki rek­in áfram af hug­mynda­fræði. Þar er fólk lík­lega að hugsa hvað sé næst fyr­ir það sjálft og vill ekki taka neina áhættu.

Ég er því hrædd­ari við brjálaða rúss­neska ætt­j­arðar­vini en sjálft FSB, að svo stöddu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert