Evrópusambandið hefur lýst því yfir að það muni ekki taka gild rússnesk vegabréf sem gefin verða út í þeim héruðum Úkraínu sem Rússar innlimuðu ólöglega í septembermánuði.
Íbúar með slík skírteini munu því ekki geta nýtt þau til að sækja um vegabréfsáritanir eða fá aðgang að Schengen-svæðinu.
Í yfirlýsingu frá Evrópuráðinu kemur fram að ákvörðunin sé svar þess við óréttlætanlegum hernaðaraðgerðum Rússa í Úkraínu og ákvörðun Rússa um að framleiða alþjóðleg rússnesk vegabréf fyrir íbúa hernumdu svæðanna.
Ákvörðunin hefur ekki tekið formlega gildi en Evrópuþingið og ríki ESB eiga enn eftir að undirrita hana.