ESB muni ekki taka við „rússneskum“ vegabréfum

Mótmælandi brennir rússneska vegabréfið sitt á mótmælum gegn aðgerðum rússneska …
Mótmælandi brennir rússneska vegabréfið sitt á mótmælum gegn aðgerðum rússneska hersins í Úkraínu. AFP/Vano Shlamov

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur lýst því yfir að það muni ekki taka gild rúss­nesk vega­bréf sem gef­in verða út í þeim héruðum Úkraínu sem Rúss­ar inn­limuðu ólög­lega í sept­em­ber­mánuði.

Íbúar með slík skír­teini munu því ekki geta nýtt þau til að sækja um vega­bréfs­árit­an­ir eða fá aðgang að Schengen-svæðinu. 

Í yf­ir­lýs­ingu frá Evr­ópuráðinu kem­ur fram að ákvörðunin sé svar þess við órétt­læt­an­leg­um hernaðaraðgerðum Rússa í Úkraínu og ákvörðun Rússa um að fram­leiða alþjóðleg rúss­nesk vega­bréf fyr­ir íbúa her­numdu svæðanna.

Ákvörðunin hef­ur ekki tekið form­lega gildi en Evr­ópuþingið og ríki ESB eiga enn eft­ir að und­ir­rita hana.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert