Stoltenberg: „Vísvitandi árás“ ólíkleg

Jens Stoltenberg á blaðamannafundi í morgun.
Jens Stoltenberg á blaðamannafundi í morgun. AFP/John Thys

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir að úkraínskt eldflaugavarnarkerfi hafi líklega valdið sprengingu í Póllandi í gærkvöldi sem varð tveimur að bana. Hann tekur þó fram að Rússar beri „endanlega ábyrgð“.

„Rannsókn á þessu atviki er í gangi og við þurfum að bíða eftir niðurstöðu hennar...En það er ekkert sem bendir til þess að þetta hafi verið vísvitandi árás,“ sagði Stoltenberg eftir neyðarfund með sendiherrum NATO í Brussel.

„Fyrstu rannsóknir benda til þess að atvikið hafi líklega orðið af völdum eldflaugar frá úkraínska eldflaugavarnarkerfinu sem var skotið til að verja úkraínskt landsvæði gegn rússneskum eldflaugaárásum.

„En við skulum hafa það á hreinu að þetta er ekki Úkraínu að kenna,“ hélt hann áfram.

„Rússar bera endanlega ábyrgð á meðan þeir halda áfram ólöglegu stríði sínu í Úkraínu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert