Loftskeyti Norður-Kóreu ná til Bandaríkjanna

Greint frá loftskeytaskotum í fjölmiðlum í Norður-Kóreu.
Greint frá loftskeytaskotum í fjölmiðlum í Norður-Kóreu. AFP/Anthony Wallace

Norður-Kórea hefur skotið á loft langdrægni loftskeytaflaug, sem gæti náð til meginlands Bandaríkjanna samkvæmt varnarmálaráðuneyti Japan. 

Flaugin hafnaði í sjónum um 210 kílómetrum vestur af Hokkaido í Japan. BBC greinir frá. 

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa fordæmt skotið á meðan Suður-Kórea hefur fyrirskipað aukinn viðbúnað. 

Utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Choe Son Hui, varaði við því í gær að viðbrögð landsins yrði mikil, auki Bandaríkin viðveru eða hernaðarlega viðbúnað nærri sér. 

Loftskeytaflaug með minni drægi var einnig skotið á loft í gær. 

Joe Biden Bandaríkjaforseti, Yoon Suk-yeol forseti Suður-Kóreu og Fumio Kishida forsætisráðherra Japan funduðu á sunnudaginn í Kambódíu. Í kjölfarið jukust hófust skeytasendingarnar. 

Norður-Kórea hefur skotið yfir fimmtíu loftskeytum á loft síðustu tvo mánuði, flest þeirra ekki langdræg. Langdrægu skotin eru sjaldgæfari og ógna Bandaríkjunum, mesta herveldi heims, beint. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert