Heitir Úkraínu stuðningi til loka stríðsins

Volodimír Selesnkí og Rishi Sunak í Kænugarði í dag.
Volodimír Selesnkí og Rishi Sunak í Kænugarði í dag. AFP/Skrifstofa forseta Úkraínu

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur heitið Úkraínumönnum aukinni hernaðaraðstoð í fyrstu opinberu heimsókn sinni til Kænugarðs. 

Úkraínumenn fagna endurheimt Kherson úr höndum Rússa þessa daganna þrátt fyrir þungar skothríðir flugskeyta á borgir. Meðal þess sem Sunak lofaði Úkraínumönnum vegleg sending hergagna til loftvarna. 

„Ég kem hingað í dag til að lýsa yfir að Bretland mun áfram standa með ykkur... þar til Úkraín hefur unnið friðinn og öryggið sem landið þarf og á rétt á,“ sagði Sunak á blaðamannafundi sem hann hélt ásamt Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu. 

Forsætisráðherrann breski tilkynnti síðan um hergagnahjálp, líkt og áður segir aðallega er varðar loftvarnir, upp á fimmtíu milljón pund. Það samsvarar tæpum níu milljörðum króna. 

Leiðtogarnir föðmuðust eftir blaðamannafundinn.
Leiðtogarnir föðmuðust eftir blaðamannafundinn. AFP/Skrifstofa forseta Úkraínu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert